fim. 16. maí 2024 20:04
Jón Gnarr furðar sig á því hvers vegna hann hefur aldrei verið spurður út í umhverfismál.
Aldrei spurður út í umhverfismál

Jón Gnarr segist aldrei hafa verið spurður út í umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni sinni til forseta Íslands. Umhverfismálin séu „dauðans alvara.“

Jóni virtist vera heitt í hamsi í þegar umræða spannst um hagsmuni ungs fólks í kappræðum Vísis í kvöld. Þar ræddust á þeir sex frambjóðendur sem mælast hæstir í fylgiskönnunum.

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2024/05/16/segir_stod_2_skilja_ut_undan_hvetur_til_snidgongu/

Jón benti á að hann hafi margoft verið spurður út í málskotsrétt forsetans, sem hann myndi sennilega sjaldan þurfa að beita. En hafi hann verið spurður út í umhverfismál „sem eru dauðans alvara.“

Halla Tómasdóttir skaut inn í samtalið að frambjóðendur hefðu verið spurðir út í „uppáhaldsmatinn“ sinn. 

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/04/17/styrkleikar_hollu_liggja_ekki_i_eldhusinu_en_er_gif/

 

til baka