Þetta eru uppáhaldsbækur Laufeyjar

Laufey Lín Jónsdóttir er mikil lestrarkona!
Laufey Lín Jónsdóttir er mikil lestrarkona! Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur heillað heimsbyggðina með fögru söngrödd sinni og heillandi persónuleika, en henni er margt til listanna lagt og nýverið stofnaði hún bókaklúbbinn The Laufey Book Club

Bókaklúbbinn stofnaði hún í von um að hvetja aðdáendur sína til lesturs, en á dögunum deildi hún sínum þremur uppáhaldsbókum í viðtali við CBC með yfirskriftinni: „Laufey's Life in Books“ eða „Líf Laufeyjar í bókum.“

Lestrarástin kviknaði snemma

„Hæ, ég heiti Laufey og þetta er líf mitt í bókum. Bækurnar þrjár sem ég kom með – Anne of Green Gables bara vegna þess að ég held að ást mín á lestri hafi kviknað þegar ég var krakki og ég las þessa bók þegar ég var lítil og elskaði hana svo mikið. Lestur er eitthvað sem vekur aftur, ég býst við fyrir mig vegna þess að við áttum ekki iPad eða ég hafði ekki aðgang að tölvu, það minnir mig bara á barnslega undrun og þess vegna elska ég líka skáldskap,“ segir Laufey í viðtalinu. 

Anne of Green Gables, eða Anna í Grænuhlíð á íslensku, …
Anne of Green Gables, eða Anna í Grænuhlíð á íslensku, er skáldsaga eftir Lucy Maud sem kom fyrst út árið 1908. Ljósmynd/Walmart.com

„Sum af uppáhaldslögunum mínum sem eru innblásin af bókum, eða ég held að séu innblásin af bókum, eins og Tolerate It með Taylor Swift finnst mér mjög líkt Rebecca eftir Daphne Du Maurier. Hún er í topp tveimur, líklega ein af mínum uppáhaldsbókum sem ég hef lesið,“ bætir hún við. 

Næsta bók sem Laufey nefnir er Rebecca eftir Daðhne Du …
Næsta bók sem Laufey nefnir er Rebecca eftir Daðhne Du Maurier sem kom fyrst út árið 1938. Ljósmynd/Kirkjusreviews.com

„Og svo er það Midnight Library sem ég er ekki búin að klára en ég er að lesa hana núna því hún var valin bók mánaðarins fyrir aprílmánuð í The Laufey Book Club,“ sagði hún að lokum.

Að lokum nefnir Laufey bókina The Midnight Library eftir Matt …
Að lokum nefnir Laufey bókina The Midnight Library eftir Matt Haig sem kom út árið 2020. Ljósmynd/Goodreads.com
@cbcq Books #Laufey has been reading from the start. 📚✨ In collaboration with CBC Books #laufeytou #laufeybookclub #booktok #booktoker ♬ original sound - Q with Tom Power
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir