Andri Snær sættir sig við fimm frambjóðendur

Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi árið 2016, segir að hann muni sætta sig við alla þá fimm frambjóðendur sem mælast hæstir í könnunum fyrir forsetakosningarnar.

Það eru þau Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. 

Hann hefur hins vegar ýmislegt við kosningabaráttuna að athuga. Segir hann hana meðal annars fara fram í of miklum flýti

„Mér finnst kosningarnar á Íslandi vera of mikið spretthlaup,“ segir Andri Snær.

Aldrei djúp umræða

Hann segir einn grípa sviðið og flengjast fram líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þegar Guðni var kjörinn forseti. Það skilji aðra frambjóðendur eftir í erfiðri stöðu því þeir hafi skamman tíma til að láta á sér bera. 

„Mér finnst fresturinn renna of seint út,“ segir Andri Snær en frestur til framboðs í embættið rann út þann 26. apríl. Kosið verður 1. júní. 

Telur hann þennan flýti gera það að verkum að aldrei fari fram djúp umræða um embættið, hverju það á að þjóna og hvernig hægt sé að þróa það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert