Vænta þess að um tímabundið ástand sé að ræða

„Við sjáum ekki fram á það og væntum þess að …
„Við sjáum ekki fram á það og væntum þess að um tímabundið ástand sé að ræða og að afgreiðslutíminn komist í eðlilegt horf fyrr en síðar,“ segir Arnar Már. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tafir hjá lögreglunni á Suðurnesjum við bakgrunnsathugun starfsmanna flugfélaga hafa gert áætlanagerðir ögn viðfangsmeiri hjá flugfélaginu Play. Að öðru leyti hafa tafirnar ekki haft í för með sér nein áhrif á flugrekstur. 

Þetta segir Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play, í samtali við mbl.is. 

Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play.
Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play. Ljósmynd/Play

mbl.is greindi frá því í gær að dæmi væru um að starfsfólk flugfélaga og Keflavíkurflugvallar gætu ekki hafið störf á tilsettum tíma sökum þess að lögreglan á Suðurnesjum væri að taka sér lengri tíma en áður við að ljúka bakgrunnsathugunum.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði mikið álag á þeim sem sinntu bakgrunnsathugunum um þessari mundir en tók þó fram að embættið væri ekki að fara fram úr þeim fresti sem lögreglan hefði til að klára athuganirnar.

Gott samtal við embættið

„Við sjáum ekki fram á það og væntum þess að um tímabundið ástand sé að ræða og að afgreiðslutíminn komist í eðlilegt horf fyrr en síðar,“ segir Arnar Már, og bætir við:

„Við höfum átt í góðu samtali við embættið og er ekki annars að vænta en að þetta komist í eðlilegt horf á ný innan skamms tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert