Ertu að setja rasp á?

Ísak Aron Jóhannsson gefur lesendum góð ráð hvernig best er …
Ísak Aron Jóhannsson gefur lesendum góð ráð hvernig best er að setja rasp á mat. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina og bakst­ur­inn. Ísak veit líka vel að það skipt­ir miklu máli að vera með réttu tæk­in og tól­in í eld­hús­inu og gef­ur líka góð ráð þegar kem­ur að eigu­legu hlut­um í eld­hús­inu og meðferð þeirra sem ger­ir mat­reiðsluna og störf­in í eld­hús­inu auðveld­ari. Að þessu sinni gefur Ísak lesendum góð ráð þegar setja á rasp á mat, eins og fisk og kjötmeti.

Svona setur þú rasp á mat

„Þegar þú setur rasp á mat til dæmis fisk eða kjöt þá er alltaf gott að muna að ein hendi skal vera blaut og hin þurr. Segjum að þú ætlar að gera ýsu í raspi, þú setur ýsubitann í hveitið, síðan eggið, síðan raspinn og þú ert kominn með þykka kekki á puttana. Það er létt að komast fram hjá þessu en með því að hafa eina höndina sem dýfir fisknum í eggið og hina í hveitið og raspinn. Nú verða hendur þínar aðeins bærilegri, gott ráð er líka að setja salt og hvítan pipar í hveitið til að fá meira bragð þegar þú steikir fiskinn,“ segir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert