Trossard skaut Skyttunum á toppinn (myndskeið)

Leandro Trossard reyndist hetja Arsenal þegar liðið lagði Manchester United að velli, 1:0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Trossard skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi á 20. mínútu eftir góðan undirbúning Kais Havertz.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert