Reynsluboltarnir framlengdu – Lallana á förum

James Milner og Danny Welbeck verða áfram í herbúðum Brighton.
James Milner og Danny Welbeck verða áfram í herbúðum Brighton. Ljósmynd/brightonandhovealbion.com

Ensku knattspyrnumennirnir James Milner og Danny Welbeck, leikmenn Brighton & Hove Albion, hafa báðir skrifað undir nýja samninga við enska félagið.

Milner, sem er 38 ára gamall, skrifaði undir eins árs framlengingu og verður því hjá Brighton út tímabilið 2024-25.

Welbeck, sem er 33 ára, skrifaði undir tveggja ára samning sem gildir til sumarsins 2026.

Þriðji enski reynsluboltinn, hinn 36 ára gamli Adam Lallana, er hins vegar á förum frá Brighton þegar samningur hans rennur út í sumar.

Lýkur fjögurra ára dvöl Lallana hjá félaginu því brátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert