Vill engar afsakanir á næsta tímabili

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Chelsea.
Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Chelsea. AFP/Oli Scarff

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri karlaliðs Chelsea vill ekki heyra neinar afsaknir á næsta tímabili. 

Chelsea er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir vonbrigði tímabil en liðið á enn möguleika á að ná sæti í Evrópudeildinni. 

Chelsea fær Brighton í heimsókn í næstu umferð en á blaðamannafundi fyrir leik hrósaði Pochettino sínu liðið en tók jafnframt fram að hann vilji ekki heyra afsakanir á næsta tímabili. 

„Á næsta tímabili vil ég ekki segja að við séum með ungt lið eða mikil meiðsli. 

Liðið er að gera frábærlega því að aðstæðurnar eru erfiðar. Við erum rólegir, duglegir og trúum á okkur sjálfa,“ sagði stjórinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert