Meghan með til Afríku en tjáir sig ekki um Lundúnir

Meghan og Harry fara til Nígeríu í maí.
Meghan og Harry fara til Nígeríu í maí. AFP

Harry Bretaprins verður á ferð og flugi á næstunni en auk þess að vera á leiðinni til Lundúna í byrjun maí hefur hann þáð boð til Nígeríu. Eiginkona hans, Meghan hertogaynja, mun fara með honum til Nígeríu. 

Ferðin til Nígeríu er í boði hernaðaryfirvalda þar í landi að því fram kemur á vef Hello. Harry kynntist yfirmanni hjá hernum á Invictus-leikunum í Þýskalandi í fyrra. Leikarnir eru hugarfóstur Harrys en þeir eru fyrir fyrrverandi hermenn sem hafa særst í átökum. Eru hjónin sögð hafa varið miklum tíma með liðinu frá Nígeríu þar sem Meghan á ættir að rekja til Nígeríu. 

Ekkert gefið upp um hvort Meghan fari til Lundúna

Áður en að Harry fer til Nígeríu fer hann til Lundúna í byrjun maí til þess að vera viðstaddur athöfn í til­efni tíu ára af­mæl­is In­vict­us-leik­anna. Mun þetta vera fyrsta ferð Harrys til Bretlands síðan í febrúar. Hann heimsótti Bretland í sólahring í kjölfar þess að faðir hans, Karl konungur, greindist með krabbamein.

Talsmaður prinsins vildi ekki tjá sig um hvort Meghan færi með Harry til Bretlands í maí. Meg­h­an var síðast í Bretlandi árið 2022 þegar hún var viðstödd jarðarför drottn­ing­ar­inn­ar. Hún mætti ekki í krýn­ingu Karls á síðasta ári. Hefur Karl konungur til að mynd aldrei hitt yngra barn þeirra. 

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, búa í Bandaríkjunum. Meghan …
Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, búa í Bandaríkjunum. Meghan hefur ekki komið til Bretlands í tæp tvö ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert