Framarar setja markið hátt

Mackenzie Smith er bjartsýn fyrir komandi tímabil
Mackenzie Smith er bjartsýn fyrir komandi tímabil Mynd/ Fram

Fram gæti orðið spútniklið fyrstu deildar kvenna. Kynningarfundur fyrir næst efstu deildir karla og kvenna fóru fram í dag á Laugardalsvelli. Fram var spáð þriðja sætinu af fyrirliðum og þjálfurum fyrstu deildar kvenna.

Íslenskur toppfótbolti stóð fyrir könnun meðal fyrirliða og þjálfara í fyrstu deildum karla og kvenna en þar voru nýir leikmenn Fram áberandi. Flestir kusu Murielle Tiernan sem besta leikmann deildarinnar og þann leikmann sem flestir vildu hafa í sínu liði. Alda Ólafsdóttir, sem gekk til liðs við Fram frá Fjölni í haust, var kosin líklegust til að verða markadrottning.

Murielle Tiernan er gengin til liðs við Fram frá Tindastól
Murielle Tiernan er gengin til liðs við Fram frá Tindastól mbl.is/Eyþór Árnason

Mackenzie Smith, fyrirliði Fram segir að innan liðsins ríki tilhlökkun fyrir komandi tímabili.

„Við erum spenntar fyrir tímabilinu, spáin skiptir okkur ekki öllu máli. Við höfum rætt okkar markmið sem lið og augljóslega setjum við markið hátt fyrir tímabilið“.

„Liðið okkar er gott, þjálfarateymið er frábært og okkur líður eins og allt sé að raðast upp fyrir okkur til að gera góða hluti á þessu tímabili“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert