„Góður meðbyr með liðinu“

Aron Birkir Stefánsson fyrirliði Þórs
Aron Birkir Stefánsson fyrirliði Þórs Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fyrirliði Þórs, Aron Birkir Stefánsson, segir stemninguna í Þorpinu vera afar góða nú þegar 1. deild karla í fótbolta er að hefjast. Þórsurum er spáð þriðja sæti af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar.

„Mér líst vel á spána, spá er auðvitað bara til gamans gerð en við erum spenntir fyrir þessu tímabili“. Sagði Aron Birkir í samtali við Mbl.is á kynningarfundi næst efstu deilda karla og kvenna í Laugardalnum í hádeginu.

En er Þór mögulega með nógu sterkt lið til að berjast um efsta sætið?

„Við erum með hörkulið og ég tel okkur geta farið langt ef við höldum haus og gerum vel á æfingasvæðinu, þá berum við það inn í leikina“.

Sigurður Heiðar Höskuldsson er nýr þjálfari Þórs
Sigurður Heiðar Höskuldsson er nýr þjálfari Þórs Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór hefur átt góðu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu og hafa unnið mörg lið úr Bestu deildinni. Eftir tvö ár um miðja deild eru stuðningsmenn liðsins farnir að láta sig dreyma um atlögu að Bestu deildinni.

„Það er alltaf spenna í Þorpinu í apríl í hverju ári, núna finnst mér hún vera enn meiri en undanfarin ár. Við fáum 50 Þórsara á völlinn þegar við mættum Gróttu í bikarnum í síðustu viku sem hefur ekki gerst lengi og vonandi verður það þannig í sumar. Mér líður eins og það sé  og góð stemning í Þorpinu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert