Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni

Guy Smit.
Guy Smit. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Guy Smit, markvörður KR í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna atviks sem átti sér stað eftir tap liðsins gegn Breiðabliki á Meistaravöllum í Vesturbæ í 4. umferð deildarinnar á sunnudaginn.

Leiknum lauk með 3:2-sigri Breiðabliks en Smit gerði sig sekan um slæm mistök í þriðja marki Blika, í stöðunni 2:1, Breiðabliki í vil.

Í leikslok gekk markvörðurinn svo framhjá ungum stuðningsmönnum KR, neitaði að slá í hendur þeirra og ýtti nokkrum þeirra frá sér.

Var mjög vonsvikinn

„Ég sá myndband af atvikinu og ég vil nota tækifærið og biðja þessa krakka og foreldra þeirra afsökunar ef ég kom illa fram við þau,“ sagði Smit í skriflegu svar til Vísis.

„Ég var mjög vonsvikinn og ég var fyrst og fremst að hugsa um það að þakka fyrir stuðninginn og biðjast afsökunar á frammistöðunni, áður en ég fór inn í búningsklefann,“ bætti Smit við í afsökunarbeiðninni sem hann sendi Vísi en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert