Risasigur Vals í meistaraslagnum

Valsarinn Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sækir að Rachel Dioudati úr Víkingi …
Valsarinn Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sækir að Rachel Dioudati úr Víkingi í kvöld. mbl.is/Arnþór

Íslandsmeistarar Vals eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta en liðið vann bikarmeistara Víkings á Hlíðarenda í kvöld, 7:2. Víkingur er með fjögur stig.

Víkingur byrjaði vægast sagt af krafti því Hafdís Bára Höskuldsdóttir skoraði fyrsta markið eftir um 40 sekúndna leik. Hún skallaði þá boltann í slá og inn úr teignum eftir fallega fyrirgjöf frá Emmu Steinsen Jónsdóttur.

Valsliðið svaraði val og staðan var 1:1 á 12. mínútu þegar Jasmín Erla Ingadóttir skoraði úr teignum eftir að Víkingsliðinu tókst ekki að hreinsa boltann í burtu eftir horn frá Amöndu Andradóttur.

Amanda var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks er hún náði í víti eftir baráttu við varamanninn Rachel Diodati. Amanda fór sjálf á punktinn, skoraði og sá til þess að Valur fór með 2:1-forskot í hálfleikinn.

Sú staða breyttist í 3:1 á 56. mínútu en þá skoraði Katie Cousins af stuttu færi eftir mikla baráttu í markteig Víkinga, en rétt á undan skallaði varnarmaður Víkings í slána á eigin marki. Valur hélt sókninni áfram og sú bandaríska var rétt kona á réttum stað fyrir heimakonur.

Valskonur héldu áfram því Jasmín Erla gerði sitt annað mark og annað mark Vals á 61. mínútu er hún kláraði vel á milli fóta Kötlu Sveinbjörnsdóttur í marki Víkings eftir glæsilega sendingu frá Amöndu.

Heimakonur voru ekki sáttar við fjögur því Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings sem hafði komið inn á sem varamaður stuttu áður, gerði fimmta markið með skalla af stuttu færi á 73. mínútu eftir glæsilega sendingu frá Önnu Rakel Pétursdóttur.

Annar varamaður sá um að gera sjötta mark Vals, því Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði það á 83. mínútu er hún lék á varnarmann og skoraði af öryggi framhjá Emmu Steinsen í marki Víkings. Emma þurfti að verja markið á lokakaflanum því Katla fór meidd af velli og Víkingur var ekki með varamarkvörð á bekknum.

Valur nýtti sér það því Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir gerði sjöunda markið með skalla úr teignum eftir sendingu frá Amöndu í uppbótartíma.

Víkingur átti hins vegar lokaorðið því Selma Dögg Björgvinsdóttir skoraði úr víti skömmu síðar og urðu lokatölur 7:2 í ótrúlegum níu marka leik.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 7:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma. Mikið um tafir vegna meiðsla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert