Diljá tapaði í vítaspyrnukeppni

Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Diljá Ýr Zomers og liðsfélagar hennar í OH Leuven þurftu að sætta sig við tap gegn Club Brugge í úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Heverlee í Belgíu í dag.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 1:1, og því var gripið til framlengingar þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Club Brugge hafði svo betur í vítakeppni, 4:2.

Diljá Ýr var í byrjunarliði OH Leuven í leiknum en fór af velli á 98. mínútu í fyrri hálfleik framlengingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert