Þrettán milljónir fiska hurfu vegna bilunar

Hugbúnaðarbilun olli því að framleiðslutölur fiskeldisfyrirtækja skiluðu sér ekki í …
Hugbúnaðarbilun olli því að framleiðslutölur fiskeldisfyrirtækja skiluðu sér ekki í mælaborð fiskeldis. mbl.is/Þorgeir

Þeir sem fylgjast með mælaborði fiskeldis á heimasíðu Matvælastofnunar ráku eflaust upp stór augu þegar allt í einu virtust hafa horfið um þrettán milljónir fiska úr íslensku fiskeldi. Matvælastofnun upplýsir í svari við fyrirspurn 200 mílna að um er að ræða villu í hugbúnaði fiskeldisfyrirtækja sem geri það að verkum að tölulegar upplýsingar hafi ekki skilað sér í kerfi stofnunarinnar.

Í mælaborðinu má sjá að í febrúar voru afföll 525.345 fiskar, 941.536 fiskum hafi verið slátrað og 47.654 fiskum fargað. Þá var fjöldi fiska í sjó 18.458.152.

Í mars voru samkvæmt mælaborðinu afföll 317.865, 156.437 fiskum var slátrað og engum fargað. Fjöldi fiska er hins vegar sagður aðeins 4.757.661. Augljóst er því að vantar um þrettán milljónir fiska.

Í mælaborði fiskeldis sást dramatískur samdráttur í fjölda fiska í …
Í mælaborði fiskeldis sást dramatískur samdráttur í fjölda fiska í íslensku fiskeldi. Skjáskot/Matvælastofnun

Matvælastofnun útskýrir að vegna bilunarinnar komu aðeins framleiðslutölur frá einu af fjórum stórum fiskeldisfyrirtækjum sem starfa á landinu í gegnum þau kerfi sem stuðst er við. Þau þrjú sem út af stóðu skiluðu vegna bilunarinnar framleiðslutölum í formi excel-skjala, en vegna þeirra kerfa sem unnið er með er ekki unnt að færa inn upplýsingarnar handvirkt í mælaborðið.

Matvælastofn kveðst vita til þess að unnið sé að lagfæringum á hugbúnaðinum sem um ræðir og eru bundnar vonir við að allt verði komið í eðlilegan farveg áður en langt um líður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,50 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,50 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »