Skulda sjálfum mér það að vera í fríi

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson lagði skóna á hilluna á síðasta ári en hann er þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki í Árbænum. Ásgeir Börkur ræddi við Bjarna Helgason um leikmannaferilinn, þungarokkið og lífið eftir ferilinn.

Rétturinn til hreins, heilnæms og sjálfbærs umhverfis

Nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um loftslagsmál hefur vakið mikla athygli. Mannréttindalögfræðingurinn Jóna Þórey Pétursdóttir segir að dómurinn byggi á rétt einstaklings til þess að vera frjáls frá umhverfislegum skaða.

Slógu í gegn á Bandaríkjamarkaði

Vörur Good Good hafa slegið í gegn á Bandaríkjamarkaði og víðar. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good ræðir um vegferð fyrirtækisins og hvert það stefnir í Dagmálum.

Manndrápstíðni enn hvað lægst hér

Manndrápsmál á Íslandi eru afar fátíð miðað við það sem þekkist á Norðurlöndunum. Við erum á svipuðu róli og Noregur þegar horft er á mál miðað við fjölda íbúa. Guðbjörg S. Bergsdóttir er verkefnastjóri á gagnavísinda og upplýsingadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra og hefur puttann á púlsínum þegar kemur að tölfræði yfir hvers konar afbrot framin eru hér á landi. Á tólf mánuðum hafa komið upp átta manndrápsmál og er upplifun margra að það séu tölur sem við höfum ekki séð áður. En það er ekki tilfellið. Guðbjörg rekur það í þættinum og upplýsir að við höfum áður þurft að horfa framan í fimm slík mál á einu ári. Hún fer yfir hvers eðlis þau manndrápsmál sem upp hafa komið á öldinni eru. Þarf engum að koma á óvart að karlmenn eru 90 prósent gerenda. Þá segir hún frá þolendakönnunum sem löreglan stendur fyrir þar sem meðal annars kemur í ljós að einungis 10 til 12 prósent kynferðisbrota eru tilkynnt og það þrátt fyrir mikla umræðu og vakningu í samfélaginu.