Fagnaði afmælinu komin á steypirinn

Eva Laufey fékk að sjálfsögðu afmælisköku.
Eva Laufey fékk að sjálfsögðu afmælisköku. Samsett mynd

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, fagnaði 35 ára afmæli sínu í gær, fimmtudag.

Í tilefni dagsins birti Eva Laufey fallega myndaseríu á Instagram-síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir kveðjurnar og gaf innsýn í afmælisdaginn sem hún eyddi í faðmi fjölskyldunnar.

Eva Laufey er komin á steypirinn en hún á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni, á næstu dögum. Settur dagur er í maí. Fyrir eiga hjónin tvær dætur Ingibjörgu Rósu og Kristínu Rannveigu.

„35 ára í gær! Takk fyrir allar kveðjurnar, símtölin og knúsin í gær elsku vinir. Afmælisdagurinn var einstaklega rólegur og ljúfur með nóg af kökuáti og fallegum blómum.

Ég veit ekki hvort þetta sé aldurinn eða hormónar svona í lok meðgöngu en ég er að springa úr þakklæti yfir öllu mínu og ástinni frá fólkinu mínu,” skrifaði Eva Laufey við færsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert