Ný mynd um Happy Gilmore í vinnslu

Happy Gilmore snýr aftur.
Happy Gilmore snýr aftur. Skjáskot/X/Netflix

Streymisveitan Netflix hefur staðfest að verið sé að gera nýja Happy Gilmore-kvikmynd. Eins og mörgum er kunnugt um þá er það bandaríski stórleikarinn Adam Sandler sem fór með aðalhlutverkið í Happy Gilmore árið 1996 og verður engin undantekning á því núna.

„Happy Gilmore snýr aftur! Adam Sandler mun endurtaka hlutverk sitt í glænýrri kvikmynd sem kemur á Netflix,“ segir í færslu Netflix á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

USA Today greinir frá.

Bryjaður að taka upp

Happy Gilmore fjallar á spaugilegan hátt um fyrrverandi íshokkíleikara sem dettur niður á golfíþróttina til að sjá sér og ömmu sinni farborða. Hann kann ekkert í golfi en sveiflar kylfunni með tilhlaupi með árangursríkum hætti.

Ekki er búið að gefa út hvenær Happy Gilmore 2 verður gefin út en Adam Sandler sagði í viðtali í „The Dan Patrick Show“ að hann væri byrjaður að taka upp kvikmyndina.

Þá greindi hann frá því að hann væri að vinna að handritinu með Tim Herlihy, sem skrifaði einnig handritið á fyrstu kvikmyndinni með Adam Sandler.

Adam Sandler fer með aðalhlutverkið í Happy Gilmore.
Adam Sandler fer með aðalhlutverkið í Happy Gilmore. Ljósmynd/Oliver Contreras
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir