Níu útskriftarnemar létust í umferðarslysi

Mikið tjón er á rútunni.
Mikið tjón er á rútunni. AFP/Timur Matahari

Minnst ellefu létust og tugir slösuðust þegar rúta með framhaldsskólanemendum í útskriftarferð olli umferðaslysi í Indónesíu í gær.

Fleiri en 60 nemendur og kennara voru í rútunni. Nemendurnir voru nýbúnir að fagna útskrift sinni og voru í skólaferðalagi þegar rútubílstjórinn missti skyndilega stjórn á rútunni. Níu nemendur létu lífið og einn kennari.

Minnst ellefu létu lífið.
Minnst ellefu létu lífið. AFP/Timur Matahari

Einnig lést maður sem var á mótorhjóli. Til viðbótar slösuðust þrettán manns alvarlega, en 40 manns eru með minniháttar áverka.

Lögreglan rannsakar nú slysið, en grunur er um að bremsur rútunnar hafi bilað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert