Andlát: Sigfús R. Sigfússon

Sigfús fæddist 7. október 1944 í Reykjavík og ólst upp …
Sigfús fæddist 7. október 1944 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum.

Sigfús Ragnar Sigfússon, fv. forstjóri Heklu, lést á líknardeild Landakotsspítala 29. apríl síðastliðinn, 79 ára að aldri.

Sigfús fæddist 7. október 1944 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Sigfús Bergmann Bjarnason, stofnandi og forstjóri Heklu, og Rannveig Ingimundardóttir húsfreyja.

Að loknu grunnskólanámi útskrifaðist Sigfús úr svissneskum menntaskóla eftir þriggja ára nám. Eftir menntaskóla var stefnan tekin til Bandaríkjanna og útskrifaðist hann sem viðskiptafræðingur frá The Univeristy of Wisconcin í Madison. Síðar sótti Sigfús sér viðbótarmenntun í Stanford University í Kaliforníu.

Þegar Sigfús kom heim frá námi í Bandaríkjunum sumarið 1967 byrjaði hann að vinna í Heklu, fjölskyldufyrirtækinu sem faðir hans stofnaði árið 1933. Sama haust varð Sigfús eldri bráðkvaddur og í afmælisgrein í Morgunblaðinu 7. október 2019 sagði Sigfús yngri lífið hafa breyst mikið þarna, hann hefði hlakkað til samstarfs með föður sínum er hann kæmi heim úr námi. Ákvað Sigfús að hætta í Heklu og sótti um starf hjá ÍSAL í Straumsvík. Þar starfaði hann í þrjú ár, eða þar til hann sneri aftur til starfa í Heklu.

Sigfús gegndi ýmsum störfum hjá Heklu og tók síðan við af bróður sínum, Ingimundi, sem forstjóri árið 1990. Við eigendabreytingar á bílaumborðinu árið 2002 vann Sigfús áfram í nokkur ár sem starfandi stjórnarformaður. Ásamt störfum sínum í Heklu var Sigfús tímabundið formaður Bílgreinasambandsins og stjórnarformaður í Vífilfelli.

Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er María Solveig Héðinsdóttir, f. 1958. Fyrri eiginkona var Guðrún Norberg, f. 1942, d. 2023.

Börnin eru Aðalsteinn G. Norberg, f. 1961, Sigfús Bjarni, f. 1968, Margrét Ása, f. 1971, Rannveig, f. 1975, Guðrún Helga, f. 1980, Ingimundur Sverrir, f. 1981, Stefán Þór, f. 1984, og Ingibjörg María, f. 1984. Barnabörnin eru 21 og langafabörnin átta.

Útför Sigfúsar verður frá Langholtskirkju 10. maí kl. 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert