Banna gistirekstur í íbúðarhúsnæði

Frumvarpið var framsett af Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra.
Frumvarpið var framsett af Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Samsett mynd

Samkvæmt lagabreytingu sem nú hefur verið samþykkt, verður rekendum gististaða ekki lengur heimilt að leigja út gistirými til langtíma sem er skilgreint sem íbúðarhúsnæði.

Eigendur fasteigna geta eftir sem áður leigt út rými sín í 90 daga á ári fyrir allt að tvær milljónir króna.  

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Segir þar að eftir að búið sé að ná tveggja milljóna króna markinu, t.d. með því að leigja eign sína í gegnum Airbnb, geti viðkomandi ekki sótt um rekstrarleyfi gististaða fyrir íbúðarhúsnæði.

„Rekstrarleyfi gististaða verða aðeins gefin út ef um atvinnuhúsnæði er að ræða eða ef útleigueiningin er í dreifbýli t.d. bændagisting,“ segir í tilkynningu. 

Til að örva framboð

Segir að frumvarpið sé hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar á framboðshlið íbúðarhúsnæðis, á suðvesturhorni landsins, og liður í því að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði.

Með þessari lagabreytingu verða skýrari skil á milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis þegar kemur að gistingu og horft er til raunverulegrar notkunar húsnæðis. Því er ekki lengur hægt að kaupa íbúðarhúsnæði í þéttbýli og gera það út sem gististað umfram 90 daga regluna líkt og gerst hefur í miðborginni þar sem jafnvel heilu íbúðablokkirnar hafi breyst í hótel,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í fréttatilkynningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert