Kynna tillögur við Ægisíðuna

Stofurnar eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar og …
Stofurnar eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar og eru hugmyndir þeirra sýndar á myndum hér. Samsett mynd

Fasteignafélagið Yrkir, dótturfélag Festi, hefur kynnt tillögur þriggja arkitektastofa að uppbyggingu á Ægisíðu 102 í Reykjavík. Á reitnum er nú bensínstöð N1 í eigu Festi.

Stofurnar eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar og eru hugmyndir þeirra sýndar á myndum hér. Fela þær í sér blöndu af íbúabyggð og smærri atvinnurýmum.

Teikning/Gríma arkitektar
Teikning/Sei studio
Teikning/Trípoli arkitektar

Velja eina tillögu

Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Yrkis, segir öllum frjálst að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum varðandi nýju tillögurnar.

Valnefnd muni á næstu vikum velja eina af tillögunum til frekari vinnslu að loknu samráðsferli og yfirferð ábendinga. Í kjölfarið verði sú tillaga unnin frekar og svo óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á reitnum, með hliðsjón af vinningstillögunni, en skipulagið verði unnið í samráði við Reykjavíkurborg.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Teikning/Gríma arkitektar
Teikning/Sei studio
Teikning/Trípoli arkitektar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert