Árni Þór verður formaður nefndarinnar

Árni Þór Sigurðsson verður formaður framkvæmdanefndarinnar.
Árni Þór Sigurðsson verður formaður framkvæmdanefndarinnar. mbl.is

Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, borgarfulltrúi og sendiherra verður formaður sérstakrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. 

Ásamt Árna munu Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson taka sæti í nefndinni.

Guðný var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023.

Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ár. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var meðal annars í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í 12 ár.

Nefndin hittir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku.
Nefndin hittir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Funda með Grindavíkurbæ í næstu viku

Fram­kvæmda­nefnd­in mun fara með stjórn, skipu­lagn­ingu og sam­hæf­ingu aðgerða, tryggja skil­virka sam­vinnu við sveit­ar­stjórn og op­in­berra aðila og hafa heild­ar­y­f­ir­sýn yfir mál­efn­um Grinda­vík­ur­bæj­ar.

Verk­efnið hef­ur verið und­ir­búið í góðu sam­starfi við bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur sem óskaði eft­ir sam­starfi um til­hög­un og stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag verk­efna við óvenju­leg­ar aðstæður vegna jarðhrær­inga í Grinda­vík, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert