Þóra Kristín keypti glæsihús Haraldar og Ragnhildar

Þóra Kristín Pálsdóttir hefur fest kaup á glæsihúsi Haraldar og …
Þóra Kristín Pálsdóttir hefur fest kaup á glæsihúsi Haraldar og Ragnhildar. Samsett mynd

Þóra Kristín Pálsdóttir hefur fest á glæsihúsi á Seltjarnarnesi. Þóra Kristín er gift Baldvini Þorsteinssyni aðaleiganda Öldu Seafood. Húsið var áður í eigu Haraldar Þórðarsonar forstjóra Skaga og Ragnhildar Ágústdóttur listamanns. Haraldur og Ragnhildur keyptu húsið 2015 og gerðu miklar endurbætur á því. 

Húsið er 302 fm að stærð og var byggt 1976. 

Selma Ágústsdóttir, innanhússarkitekt og systir Ragnhildar, hannaði húsið að innan en Davíð Pitt arkitekt hannaði stærri breytingar á húsinu. Breytingarnar á húsi tókust sérlega vel og er húsið einstaklega hlýlegt og fallegt. 

Sér­smíðaðar klæðning­ar á veggj­um

Inn­rétt­ing­ar voru sér­smíðaðar hjá Hegg en einnig all­ar klæðning­ar í hús­inu en þær setja mik­inn svip á heim­ilið.

Eld­hús­inn­rétt­ing­in var keypt hjá þýska inn­rétt­inga­merk­inu Pog­genpohl og líka inn­rétt­ing­arn­ar í þvotta­hús­inu sem er reynd­ar svo vel skipu­lagt að fólk gæti fengið óvænt­an áhuga á strauj­un og handþvotti, svo heill­andi er þvotta­húsið. Húsið við Sel­braut er á pöll­um og stát­ar það af fjór­um rúm­góðum svefn­her­bergj­um. Í hús­inu eru tvö baðher­bergi og þar af eitt í hjóna­svítu húss­ins.

Haraldur og Ragnhildur seldu húsið eftir að hafa fest kaup á stóru Manfreðshúsi í Arnarnesi. 

Smartland óskar Þóru Kristínu til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál