Spánverjinn nálgast West Ham

Julen Lopetegui var síðast knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers.
Julen Lopetegui var síðast knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers. AFP/Adrian Dennis

West Ham United er komið langt með að ná samkomulagi við spænska knattspyrnustjórann Julen Lopetegui um að taka við stjórnartaumunum hjá karlaliðinu af David Moyes í sumar.

Samningur Moyes rennur út í sumar og greinir The Guardian frá því að útlit sér fyrir að hann skrifi ekki undir nýjan samning.

Þó sé umræðum við við Moyes ekki formlega lokið. Mun Skotinn ræða við forráðamenn félagsins í lok tímabils og fæst þá endanleg niðurstaða.

Portúgalinn var efstur á blaði

Hamrarnir eru hins vegar með vaðið fyrir neðan sig og hafa að undanförnu verið í leit að nýjum stjóra þar sem nokkur nöfn hafa verið á blaði.

Rúben Amorim hjá Sporting Lissabon var sagður efstur á blaði hjá West Ham en ákvæði í samningi hans um að greiða þurfi Sporting 12,8 milljónir punda, jafnvirði 2,25 milljarða íslenskra króna, til þess að fá hann er ekki eitthvað sem Hömrunum hugnast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert