Stjarna United reifst við áhorfanda

Marcus Rashford fyrir leikinn í gærkvöldi.
Marcus Rashford fyrir leikinn í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford reifst við áhorfanda fyrir leik Manchester United og Newcastle sem United vann 3:2 á Old Trafford í gærkvöldi. 

Rashford sneri aftur í leikmannahóp United eftir að hafa verið frá vegna ökklameiðsla. Sigurinn þýðir að United-liðið á enn möguleika á Evrópusæti.

Í upphituninni fyrir leik snöggreiddist Rashford er áhorfandi yrti á hann orði. Hvorki er ljóst hvað áhorfandinn sagði né hverju Rashford svaraði en orðaskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert