Pistlar:

21. maí 2024 kl. 20:53

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Sósíalistarnir og svarti listinn

Ríkissjónvarpið sýndi að kvöldi hvítasunnudags kvikmyndina Trumbo og var hún kynnt sem sannsöguleg. Myndin hefst árið 1947 þegar Dalton Trumbo er einn eftirsóttasti handritshöfundur Hollywood eða allt þar til hann og fleira listafólk var sett á bannlista. Myndin fjallar um það tímabil í Bandaríkjunum þegar fólk var ofsótt vegna stjórnmálaskoðana sinna en það var sérlega áberandi í tengslum við listamenn sem margir voru settir á svartan lista og áttu erfitt með að fá vinnu árum saman. Þetta var óskemmtilegur tími og hafði verulega áhrif á líf og starfsferil margra þeirra sem um ræðir. Dalton Trumbo var félagi í bandaríska kommúnistaflokknum og að lokum dæmdur í fangelsi, að því er virðist fyrir að vanvirða rannsóknarnefnd þingsins.Skjámynd 2024-05-21 204027

Hinn svokallaði McCarthyismi er óformlegt heiti á viðleitni bandarískra yfirvalda til að hreinsa meinta sósíalista eða kommúnista úr stjórnkerfi og skemmtanaiðnaði landsins á 5. og 6. áratug 20. aldar, þegar Kalda stríðið var að hefjast og „rauða hættan“ áberandi í umræðunni. Stefnan er kennd við öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy en margir ráðamenn studdu stefnuna. Í myndinni er eðlilega dregin upp dökk hlið af þessu ástandi og hvernig það hefur áhrif á starf og fjölskyldu manna eins og Dalton Trumbo. Að endingu fær hann einhverskonar uppreisn æru og þann heiður sem honum bar. Í lokaávarpi sínu í myndinni bað hann menn um að dæma ekki heldur læra af reynslunni.

Þeir sem sáu óskarsverðlaunamyndina um Oppenheimer á síðasta ári fengu innsýn í þessa tíma en ofsóknirnar beindust einnig að vísindamönnum eins og Oppenheimer. Þetta voru erfiðir tímar í Bandaríkjunum sem alla jafnan kenna sig við frelsi til orðs og æðis. Skýringin á þessu var líklega sú að heimurinn var nýkomin úr styrjöld við alræðisstefnu nasismans og virtist stefna í nýja styrjöld við aðra alræðisstefnu, kommúnismann.

Frávik eða dæmigert?

Það kemur ekki á óvart að margir sósíalistar hér á landi telja myndina á einhvern hátt dæmigerða fyrir bandarískt samfélag og skiptir engu þó að flestir séu sammála um að McCarthyisminn hafi verið frávik frá þeirri sterku lýðræðis- og frelsishefð sem umlykur bandarískt þjóðfélag.

Þannig skrifar Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, á facebook-vegg sinn: „Ríkissjónvarpið var að sýna eina af þeim fjölmörgu myndum sem Bandaríkjamenn hafa gert um ofsóknir gegn kommúnistum og róttækum sósíalistum á tímum kalda stríðsins. Þessar ofsóknir náðu til Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn sótti línuna til sendifulltrúa CIA í bandaríska sendiráðinu og stóð fyrir ofsóknum gegn róttækum sósíalistum, kom í veg fyrir að þeir kæmust til náms, fengju vinnu eða framgang í starfi, fengju lán eða lóð o.s.frv. Því miður hafa þessar sögur ekki verið sagðar að neinu ráði, enda varir þetta ástand að mörgu leyti enn. Þau sem ekki beygja sig undir vilja auðvaldsins og Valhallar eru hrakyrt í Mogganum og af helstu slúðurberum valdaklíkunnar svo allir megi vita að því fylgir útskúfun að starfa með þessi fólki, styðja það í orði eða verki eða taka undir gagnrýni þess. Þau sem leggjast í duftið og þjóna þessum öflum fá það hins vegar launað, sumum er hampað en beini hent í aðra. Íslenskt samfélag mun aldrei þroskast fyrr en það kastar af sér þessari óværu.“

Óhætt er að segja að þessi skrif séu dæmigerð um þá tilraun formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins að stýra umræðunni og búa til nýja söguskoðun sem hentar málstað róttækra sósíalista á Íslandi í dag, óháð því hvað er satt og rétt. „Óværu“, segir hann nú um pólitíska andstæðinga. Hvað skyldi hann segja fái hann raunveruleg völd?fluttfolk

Dauðalisti sósíalistanna

En þó að það hafi vissulega verið óþægilegt að vera á svarta listanum í Hollywood þá var það ekkert á við það að vera á dauðalista kommúnista og róttækra sósíalista í þeim ríkjum sem þeir réðu yfir. Á sama tíma og menn fengu ekki störf í Bandaríkjunum voru milljónir manna fluttar nauðungaflutningum eða hnepptar í þrælkunarbúðir í ríkjum róttæks sósíalisma. Það er nánast sama hvar er borið niður í þessum löndum, allstaðar var fólk svipt öllum réttindum og jafnvel lífinu.

Skoðum hvernig smáríki eins og Eystrasaltslöndin fóru út úr því þegar róttækir sósíalistar tóku yfir lönd þeirra eftir að nasistarnir höfðu verið hraktir burtu. Talið er að fyrsta árið sem Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna eftir að nasistar voru hraktir í burtu hafi um sextíu þúsund manns verið myrt eða flutt úr landi, til fangavistar í Síberíu eða á aðra óhuggulega staði. Af þessum atburðum dregur skáldsaga Sofi Oksanen nafn sitt, Hreinsun.

Pistlaskrifari sá áhrifaríka sýningu í Riga, höfuðborg Lettlands, á síðasta ári þar sem minnst var hernámsins. Undirokun Eystrasaltslandanna hélt áfram efir stríð þegar Sovétríkin hófu innlimun og inngildingu landsmanna. Rússar voru fluttir til landsins í stórum stíl og Lettar til Síberíu í endalausum fólksflutningum. Talið er að um 700.000 manns frá ýmsum ríkjum Sovétríkjanna hafi verið flutt til Lettlands í viðleitni Sovétríkjanna til að breyta samsetningu þjóðarinnar og auðvelda yfirtökuna.

Smalað í gripavagna þegar Íslendingar mótmæltu Nató

Þetta sama gerðist í öllum löndum sem lentu innan Sovétríkjanna, þar sem róttækur sósíalismi var iðkaður. Í Lettlandi voru vel stæðir bændur fluttir í útlegð og búfé bænda tekið af þeim og fjölskyldum þeirra og felld undir samyrkjubú. Búin þurftu síðan að gefa stóran hluta af framleiðslu sinni til ríkisins og fyrir vikið fólk sem þar starfaði með lakari kjör en restin af þjóðinni. Fólk á samyrkjubúum bjó við allskonar takmarkanir, laun greidd í fríðu og flutningur þeirra til borga var háður takmörkunum.

Í mars 1949 voru mikil mótmæli á Íslandi við inngöngu Íslands í Nató en í þessum sama mánuði urðu Sovétríkin hvað stórtækust í fólksflutningum sínum frá Lettlandi en talið er að um 50 þúsund manns hafi verið safnað upp í gripavagna með nánast engum fyrirvara og lítinn farangur. Flestir voru sendir til Síberíu þar sem þeir urðu að þola skelfilega vosbúð.womenbarracks

Nú er talið að um 85 milljónir manna hafi látið lífið beint og óbeint af völdum harðstjórnar í ríkjum kommúnista frá því að þeir komust fyrst til valda í Rússlandi árið 1917. Hægt er að taka saman endalausar samantektir af slíkum svörtum listum, nauðungarlistum eða dauðalistum í þeim löndum sem róttækur sósíalismi réði yfir. Vissulega var erfitt hlutskipti að komast á svartan lista í Hollywood en það var hjóm eitt miðað við það sem fólk í ríkjum róttæks sósíalisma eða kommúnisma, kjósi menna að kalla það svo, varð að þola.

Sjö árum eftir hinn örlagaríka mars 1949 hófst menningarbylting í Kína sem kostaði að endingu tvær milljónir manna lífið. Þar settu börn foreldra sína á lista í nafni róttæks sósíalisma. Fæstir lifðu það af að komast á slíka lista.

mynd
20. maí 2024

Reykjavík, húsin rísa og vegirnir hverfa

Verandi íbúi í Vogahverfinu hef ég lengst af þurft að keyra Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugarvegar til og frá vinnu. Þar hafa verið tvöfaldar akreinar og í seinni tíð er umferðin þung. Þarna á borgarlínan að koma, hún mun helga sér miðjuna á veginum og fyrir vikið hverfa tvær akreinar báðum megin. Nú er rætt um að færa umferðahraða á Suðurlandsbraut niður í 40 km, úr 60 km. Erfitt er að ráða í meira
mynd
18. maí 2024

Blaðamennska í breyttum heimi

Mörgum fjölmiðlamönnum finnst eins og það sé stöðugt meira sótt að þeim og starfi þeirra en með samfélagsmiðlum má segja að almenningur hafi fengið eigin rödd á vettvangi þjóðmálaumræðunnar. Sú rödd dregur oftar en ekki í efa það sem birtist í fjölmiðlum sem í eina tíð höfðu einskonar einkarétt á því að segja hvað væri í fréttum og tóku sér hlutverk hliðvarðar sem réði því hvað væri yfir höfuð meira
mynd
15. maí 2024

Skilyrðislausa góðmennskuloforðið

Geta íslenskir forsetaframbjóðendur svikið börnin á Gasa eins og haldið hefur verið fram nú í aðdraganda forsetakosninga? Og ef þeir hafa svikið þau eru það þá einu börnin í veröldinni sem forsetaframbjóðendurnir hafa svikið? Það getur verið erfitt að koma auga á rökin bak við slíkar fullyrðingar sem eru þó dæmigerð fyrir margt í þjóðmálaumræðunni í dag. Margir virðast trúa því einlæglega að meira
mynd
13. maí 2024

Hringlandaháttur í útlendingamálum

Við Íslendingar höfum kosið að læra ekkert af reynslu nágrannalanda okkar í útlendingamálum. Hvað nákvæmlega veldur er erfitt að segja, hugsanlega er landinu núna stýrt af fólki sem hefur lítinn áhuga á sagnfræði eða hvernig utanaðkomandi breytingar geta móta samfélagið. Eða að það jafnvel trúi því ekki að slíkir hlutir skipti máli, þróunin verði að hafa sinn gang og við höfum hreinlega ekkert um meira
mynd
9. maí 2024

Duero - þar sem púrtvínið skákar rauðvíninu!

Duero-áin er eitt helsta kennileiti Portúgals en hún á þó upptök sín í fjöllunum langt norður af Madríd á Spáni þar sem hún rennur frá norðaustri til suðvesturs. Vegferð hennar til sjávar er löng en hún er talin vera alls um 890 km og þar af eru 260 km innan landamæra Portúgals. Til samanburðar er Þjórsá lengsta á Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Duero er heill meira
mynd
7. maí 2024

Sprengju-kveikur í Kastljósinu

Áhorfendur Ríkisútvarpsins hafa nú séð umfjöllun um viðskipti Reykjavíkurborgar við olíufélögin vegna lóðarmála. Viðskipti sem kalla má „gjafagjörning.“ Eins kunnugt er þá var þátturinn tekinn af dagskrá fréttaskýringaþáttarins Kveiks, en undir þeim formerkjum birtir fréttastofa Ríkisútvarpsins rannsóknarblaðamennsku sína. Mikla athygli vakti þegar ritstjóri Kveiks, Ingólfur meira
mynd
5. maí 2024

14 ára bið Verkamannaflokksins að ljúka

Flest bendir til þess að breski Verkamannaflokkurinn vinni kosningarnar í Bretlandi þegar þær verða haldnar en það getur í síðasta lagi orðið í janúar á næsta ári. Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sætum og vann meirihluta í mörgum kjördæmum. Á sama tíma galt Íhaldsflokkurinn afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 meira
mynd
3. maí 2024

Virkjum Bessastaði!

Orkumál eru í fyrsta skipti kosningamál í forsetakosningum á Íslandi og spurning hvort slagorð Ástþórs Magnússonar um virkjun Bessastaða verði loksins að veruleika! Erfitt er að segja nákvæmlega hvað veldur þessari tengingu, það að orkumálastjóri er í framboði eða staða orkumála á Íslandi þar sem stefnir í orkuskort? Sjálfsagt hafa báðir þessir þættir áhrif þó með ólíkum hætti sé. Við Íslendingar meira
mynd
2. maí 2024

Gist og snætt í Porto

Undanfarin ár hefur Porto verið vinsæll áfangastaður Íslendinga en þangað er um fjögurra tíma flug og borgin falleg og áhugaverð. Ekki of stór sem sumum kann að þykja þægilegt en íbúafjöldi Porto er um 250 þúsund manns en Stór-Porto svæðið telur vera um eina milljón. Rétt eins og á við um höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi þá verða mörk millii sveitarfélaga óljós og fyrir aðkomumenn þá rennur þetta meira
mynd
30. apríl 2024

Kosturinn við Kína er fjarlægðin

Það að formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins lofi og prísi kínverskt stjórnarfar ætti að vera nokkur viðvörun í báðum löndum en í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti lesa frásögn af miklum áhuga kínverskra yfirvalda á að efla tengsl við Ísland. Þá rifjast upp, að fyrir okkur Íslendingar er fjarlægðin líklega helsti kosturinn við Kína og má hafa í huga kínverska málsháttinn meira
mynd
22. apríl 2024

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa meira
mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira