Halla Hrund situr fyrir svörum á föstudag

Halla Hrund Logadóttir situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag.
Halla Hrund Logadóttir situr fyrir svörum í Spursmálum næstkomandi föstudag. mbl.is/María Matthíasdóttir

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi hefur boðað komu sína í næsta þátt af Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Þátturinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is á föstudag klukkan 14.

Krefjandi spurningum verður beint að Höllu Hrund er tengjast valdsviði forsetaembættisins líkt og aðrir frambjóðendur og gestir þáttarins hafa verið knúnir á um síðastliðna föstudaga.

Allt hægt

Halla Hrund lýsti því yfir í byrjun aprílmánaðar að hún hugðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Í kjölfarið óskaði hún eftir tímabundu leyfi frá starfi sínu sem orkumálastjóri hjá Orkustofnun til að einbeita sér að fullu að forsetaframboði.

„Gerum Ísland að fyrirmynd í sjálfbærni, nýsköpun og atvinnulífs og boðbera friðar og réttlætis um allan heim,“ sagði Halla í yfirlýsingu sinni.

„Þekking á auðlindamálum, menningarstarfsemi og þátttaka í alþjóðlegum verkefnum hefur kennt mér að allt er hægt.“

Síðustu skoðanakannanir hafa verið Höllu Hrund í vil en mikil hreyfing virðist vera á fylgi efstu frambjóðenda með tilheyrandi fylgissveiflu þeirra á milli. Aukin spenna hefur tekið að myndast í kosningabaráttuna og ljóst að nú er alvara farin að færast í leikana þar sem allt getur gerst.

Fylgstu með Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert