Myndir: Samfögnuður með Elísabetu

Hefur unnið með þeim öllum, frá vinstri Magnús Pétursson, Ásmundur …
Hefur unnið með þeim öllum, frá vinstri Magnús Pétursson, Ásmundur Stefánsson, Helga Jónsdóttir, Elísabet S. Ólafsdóttir, Ástráður Haraldsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Aðalsteinn Leifsson. Ljósmynd/Raggi Óla

„Þetta var framar mínum björtustu vonum, algjörlega fullkomið. Ég er glöð og þakklát að sjá allt þetta fólk sem ég hef starfað með og kynnst í gegnum tíðina,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, sem er að hætta sem skrifstofustjóri og aðstoðarsáttasemjari hjá embætti Ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Þar hefur hún starfað í rúm 40 ár og á þeim tíma unnið með átta ríkissáttasemjurum, eða öllum frá stofnun embættisins.

Elísabet efndi til kveðjuhófs sl. þriðjudagskvöld þar sem fullt var út úr dyrum í Akoges-salnum í Lágmúla. Meðal gesta voru sex af þeim sjö sáttasemjurunum sem eru á lífi. Aðeins sá fyrsti, Guðlaugur Þorvaldsson, er fallinn frá en hann réð Elísabetu til starfa árið 1983. Þórir Einarsson átti ekki heimangengt en mætt voru Ásmundur Stefánsson, Magnús Pétursson, Bryndís Hlöðversdóttir, Helga Jónsdóttir, Aðalsteinn Leifsson og Ástráður Haraldsson.

Elísabet segist um það bil að hætta störfum í Karphúsinu en hún verði til taks við að ljúka þeirri samningalotu sem nú stendur yfir. „Þetta kveðjuhóf var svo skemmtilegt að um stund íhugaði ég að hætta við að hætta.“

Fjölmenni var í kveðjuhófi Elísabetar og veisluborðið svignaði undan glæsilegum …
Fjölmenni var í kveðjuhófi Elísabetar og veisluborðið svignaði undan glæsilegum kræsingum. mbl.is/Árni Sæberg
Fyrir hönd blaðamanna á Morgunblaðinu og mbl.is afhentu Guðmundur Sv. …
Fyrir hönd blaðamanna á Morgunblaðinu og mbl.is afhentu Guðmundur Sv. Hermannsson og Björn Jóhann Björnsson innrammað útprent af viðtali við Elísabetu. mbl.is/Árni Sæberg
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Halldór Benjamín Þorbergsson, fv. …
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Halldór Benjamín Þorbergsson, fv. framkvæmdastjóri SA, voru meðal fjölmargra sem glöddust með Elísabetu. mbl.is/Árni Sæberg
Broddi Broddason, Arnar Páll Hauksson og Halldór Benjamín voru kátir …
Broddi Broddason, Arnar Páll Hauksson og Halldór Benjamín voru kátir í hófinu. mbl.is/Árni Sæberg
Fullt var út úr dyrum í Akoges-salnum og fjölmenni við …
Fullt var út úr dyrum í Akoges-salnum og fjölmenni við veisluborðið. Ljósmynd/Raggi Óla
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert