Sala dísil- og bensínbíla eykst

Sala bíla til einstaklinga dregst saman um 43,8% á milli …
Sala bíla til einstaklinga dregst saman um 43,8% á milli ára. mbl.is/afp

Sala dísilbifreiða eykst um 62,3% á milli ára ef skoðað er sala dísilbifreiða í apríl í ár samanborið við árið á undan. Sala á bensínbílum eykst einnig á sama tíma og sala á rafmagnsbílum og tvinnbílum [e. Hybrid] hrynur.

Alls er samdráttur upp á 16,4% þegar skoðað er nýskráningar á bílum í apríl samanborið við sama tíma í fyrra.

Sala bíla til einstaklinga dregst saman um 43,8% á milli ára og dregst saman um 19% hjá almennum fyrirtækjum. Hjá ökutækjaleigum er minnsti samdrátturinn, eða 3,6%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Dísil vinsælast en rafmagn óvinsælast

Hlutfall dísil er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla eftir orkugjafa í apríl eða 31,9% en einnig hefur mest aukning verið á skráningum þeirra milli apríl í ár og apríl í fyrra, eða 62,3%. Nýskráningar tvinnbíla eru alls 20,3% af öllum nýskráningum í apríl en dregst sala þeirra saman um 38,9% á milli ára.

Rafmagnsbílar eru aðeins 11,5% af nýskráningum í apríl og dregst sala þeirra saman um 66,9% á milli ára. Bensínbílar eru 19% af nýskráningum í apríl og eykst sala þeirra á milli ára um 11,2%. Tengiltvinnbílar [e. plug-in hybrid] eru 17,2% af öllum nýskráningum í apríl og eykst sala þeirra um 17% á milli ára.

„Ef við horfum á skráningar það sem af er ári er samdráttur upp á 46,4% milli ára. Skráðir hafa verið 2.748 nýir fólksbílar en miðað við sama tímabil í fyrra voru skráðir 5.129 nýir fólksbílar fyrstu fjóra mánuði ársins,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert