Sjókvíaeldi stefnir í átt að samþættri hringrás

Þararæktin við sjókvíarnar í Steigen á að njóta góðs af …
Þararæktin við sjókvíarnar í Steigen á að njóta góðs af næringarefnum sem fara til spillis. Ljósmynd/SINTEF

Hröð tækniþróun á sér nú stað innan fiskeldis í átt að hringrásarhagkerfi þar sem bætt nýting skilar betri umgengni um náttúruna og aukinni þjóðhagslegri hagkvæmni. Eitt af merkilegustu verkefnum í þeim efnum eru tilraunir í Noregi með samþættingu þararæktar og laxeldis.

Fóður er einn stærsti kostnaðarliður í laxeldi og í Noregi fást fyrir hvert kíló af fóðri um 860 grömm af laxi og er þar nýtt 1,5 milljón tonn af fóðri á hverju ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nýting fóðurs í sjókvíaeldis er ekki góð því um helmingur næringarefna í laxafóðri glatast og dreifist um nærliggjandi svæði við sjókvíarnar.

Norskt laxeldi í sjó notar 1,5 milljón tonn af fóðri.
Norskt laxeldi í sjó notar 1,5 milljón tonn af fóðri. Ljósmynd/Fylkestinget i Nord-Trøndelag

En hvað ef það væri hægt að nýta þessi næringarefni sem tapast í aðra framleiðslu?

Það er einmitt spurningin sem norska nýsköpunarfyrirtækið Folla Alger AS leitar nú svars við í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið SINTEF, fiskeldisfyrirtækið Cermaq, norska tækniháskólann NTNU og háskóla Norður-Noregs (Nord Universitet).

Þaraframleiðslan vekur sérstaka athygli því þari getur nýst í framleiðslu fóðurs fyrir eldisfisk og búfé. Þannig er ætlunin að bæta nýtingu þeirra næringarefna sem sett eru í hið dýra laxafóður. Ekki nóg með það, heldur bindur þarinn einnig koltvísýring sem minnkar kolefnisspor laxeldisins enn meira, sem þegar er með eitt lægsta kolefnisspor í framleiðslu próteins til manneldis.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,76 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,55 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 394,64 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,76 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,55 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 1.786 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.963 kg
17.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.729 kg
Þorskur 53 kg
Samtals 2.782 kg
17.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Keila 215 kg
Þorskur 192 kg
Karfi 114 kg
Steinbítur 47 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 575 kg
17.5.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.685 kg
Þorskur 298 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.987 kg

Skoða allar landanir »