Fellsfjara valin ein sú besta í heimi

Fellsfjara á Breiðamerkursandi hefur verið valin ein sú besta í …
Fellsfjara á Breiðamerkursandi hefur verið valin ein sú besta í heimi! Ljósmynd/Unsplash/Spenser Sembrat

Fellsfjara á Breiðamerkursandi, eða Diamond Beach eins og erlendir ferðamenn kalla hana gjarnan, hefur vakið mikla athygli að undanförnu og var á dögunum valin ein besta strönd heims. 

Á ári hverju er gefinn út listi yfir 50 bestu strendur heims, en listinn er samstarfsverkefni milli þúsund fremstu ferðasérfræðinga og fagfólks í heiminum. Í ár prýðir íslensk strönd listann, en það er Fellsfjara sem hafnaði í 41. sæti listans. 

„Diamond Beach á Íslandi býður upp á strandarupplifun sem er ólík öllum öðrum í heiminum. Ströndin er nefnd eftir ísjökum sem líkjast ótrúlegum demöntum á víð og dreid um svartan eldfjallasandinn og er staðsett nálægt Jökulsárlóni,“ er meðal annars skrifað í umsögn um ströndina. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fellsfjara ratar inn á erlenda miðla, en árið 2021 var ströndin í 11. sæti á lista Tripadvisor yfir bestu strendur Evrópu. Þá prýddi ströndin nýlega lista hjá ferðatímaritinu Condé Nast Traveller yfir fegurstu staði heims til að bera upp bónorð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert