Breikkun vegarins komin í biðstöðu

Frá Vesturlandsveg í desember.
Frá Vesturlandsveg í desember. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert liggur fyrir hjá Vegagerðinni um útboð eða framkvæmdir við breikkun hringvegarins frá Vallá á Kjalarnesi að suðurmunna Hvalfjarðarganga.

Á sl. ári lauk vinnu við tvöföldun vegarins frá Kollafirði að Vallá. Sá leggur er 4,1 kílómetri og markaði tilkoma 2+2-vegar þar, auk torga og tengibrauta, mikla og langþráða bót með tilliti til öryggis og greiðara flæðis umferðar, sem þarna er mikil og vaxandi.

Jafnhliða þeirri framkvæmd, sem lauk í fyrra, var framhaldið undirbúið. Möl og grjóti var ekið í nýja veglínu ofan Grundarhverfis svo jarðvegur þar sígur. Við hliðina er núverandi vegur sem áfram nýtist en gert er ráð fyrir að þarna verði tvær akbrautir með umferð í báðar áttir. Vegurinn frá Vallá að göngum verður alls 5,5 km og er þetta samstarfsverkefni Vegagerðar, Reykjavíkurborgar og fleiri. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert