Halla Hrund mætir hress á Egilsstaði

Halla Hrund Logadóttir forsetaframjóðandi verður aðalgestur á umræðufundi Hringferðar Morgunblaðsins …
Halla Hrund Logadóttir forsetaframjóðandi verður aðalgestur á umræðufundi Hringferðar Morgunblaðsins sem fram fer á Egilsstöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Morgunblaðið og mbl.is bjóða til opinna umræðufunda ásamt fræknum forsetaframbjóðendum næstu vikurnar. Haldn­ir verða opn­ir umræðufund­ir í öll­um lands­fjórðung­um fram til forsetakosninga.

Boðið verður til næsta fundar í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum næstkomandi mánudagskvöld, 6. maí, klukkan 19.30.

For­setafram­bjóðand­inn Halla Hrund Logadóttir verður aðalgest­ur fund­ar­ins.

Blaðamennirnir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Höllu Hrund um fram­boð hennar til embætt­is for­seta Íslands. Auk þess munu sér­stak­ir álits­gjaf­ar spá í spil­in.

Að þessu sinni verður hlutverk álitsgjafa í höndum Stefáns Boga Sveinssonar héraðsskjalavarðar og Hrafndísar Báru Einarsdóttur hóteleiganda. Þá gefst gestum úr sal einnig tækifæri á að beina spurningum til frambjóðandans.

All­ir eru vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Dag­skrá umræðufunda Morg­un­blaðsins og mbl.is:

Fé­lags­heim­ilið Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum 6. maí kl. 19.30 - Halla Hrund Loga­dótt­ir

Hót­el Sel­foss á Sel­fossi 14. maí kl. 19.30 - Bald­ur Þór­halls­son

Græni hatt­ur­inn á Ak­ur­eyri 20. maí kl. 19.30 - Katrín Jak­obs­dótt­ir

Ekki missa af spenn­andi umræðu og frá­bærri stemn­ingu í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga. Allir eru hvattir til að mæta og taka upplýsta ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert