„Framkvæmdum það sem við ætluðum“

Gwendolyn Mummert úr Tindastóli og Andrea Mist Pálsdóttir úr Stjörnunni …
Gwendolyn Mummert úr Tindastóli og Andrea Mist Pálsdóttir úr Stjörnunni eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var ánægður í leikslok á Stjörnuvelli í kvöld eftir fyrsta sigur hans kvenna í deildinni á þessu tímabili.

„Heildarframmistaðan var góð, við vorum að mæta góðu og vel þjálfuðu liði á þeirra útivelli og vissum það yrði erfiður leikur. En við framkvæmdum það sem við ætluðum mjög vel og útkoman eftir því“. Sagði Donni, eins og hann er yfirleitt kallaður, í samtali við Mbl.is í leikslok.

Stjarnan tók mikið magn af hornspyrnum og löngum innköstum en varnarmenn Tindastóls vörðust vel og beittu öflugum skyndisóknum. Var sérstök áhersla lögð á að verjast föstum leikatriðum?

„Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum a tímabilinu og við einbeittum okkur gríðarlega að því að verjast þeim og þeirra hættulegustu mönnum og mér fannst mínir leikmenn standa sína vakt mjög vel“.

Æfingasvæði Tindastóls fór undir vatn fyrir fyrsta leik í deildinni og nokkrar skemmdir eru á svæðinu. Ég spurði Halldór hvort það hefði haft áhrif á æfingavikuna.

„Við getum náttúrulega bara æft á hálfum velli en það hefur bara gengið mjög vel og liðið var klárt í dag og stelpurnar skiluðu þessu vel“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert