„Þurfum að fínpússa nokkra hluti“

Henríetta Ágústsdóttir úr Stjörnunni og Annika Haanpää hjá Tindastóli eigast …
Henríetta Ágústsdóttir úr Stjörnunni og Annika Haanpää hjá Tindastóli eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Erin Mcleod átti góðan leik í marki Stjörnunnar í kvöld en þurfti að sætta sig við tap gegn Tindastól í þriðju umferð Bestu deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld.

„Það var svekkjandi að tapa leiknum, við þurfum að vinna aðeins í varnarleiknum og síðara markið kom vegna þess að við vorum að eltast við jöfnunarmarkið og þurftum að taka áhættur“. Sagði Erin í samtali við Mbl.is eftir leik.

Stjarnan átti fjöldan allan af hornspyrnum og löngum innköstum en náðu ekki að gera sér mat úr því, var erfitt að standa aftast á vellinum og horfa á öll þessi tækifæri fara forgörðum?

„Miðað við magnið á hornspyrnum og löngum innköstum sem við tókum eigum við að gera betur. Sérstaklega þegar við mætum sterkari liðum deildarinnar,Val og Breiðablik og þannig liðum og föst leikatriði verða okkar bestu tækifæri til að vinna“.

Stjarnan spilaði tveimur leikmönnum í byrjunarliði sem eru á sextánda ári, þeim Hrafnhildi Sölku Pálmadóttur og Sóley Eddu Ingadóttur sem stóðu sig prýðilega.

„Við erum með nokkra unga leikmenn í byrjunarliðinu og við þurfum að fínpússa nokkra hluti. Samt sem áður sýnum við góða baráttu, sérstaklega þegar Anna María fór af velli, en við þurfum að byggja áfram“.

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fór með sjúkrabíl eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið í samstuði við Jordyn Rhodes, Erin hafði ekki fengið neinar fregnir af líðan Önnu Maríu.

Erin McLeod í leik með Stjörnunni
Erin McLeod í leik með Stjörnunni Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert