Mikilvægt stig og mikilvægt mark hjá Þóri

Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason. Ljósmynd/Eintracht Braunschweig

Þórir Jóhann Helgason skoraði fyrsta og lagði upp jöfnunarmark Braunschweig  í 3:3 jafntefli liðsins gegn Greuter Furth á útivelli í þýsku 2. deildinni í dag.

Þórir kom Braunschweig yfir þegar aðeins 12 mínútur voru búnar af leiknum eftir stoðsendingu frá Marvin Rittmuller. Rayan Phillipe kom svo Braunschweig í 2:0 aðeins tveimur mínútum síðar.

Robin Keausse fyrirliði Braunschweig fékk beint rautt spjald eftir brot undir lok fyrri hálfleiks og liðið spilaði því manni færri í seinni hálfleik. 

Á 67. mínútu minnkaði Furth muninn í 2:1, jafnaði á 74. mínútu og komst yfir tveimur mínútum síðar.

Phillipe skoraði hans annað mark á 79. mínútu sem jafnaði metin í 3:3 fyrir Braunschweig sem Þórir lagði upp.

Á 86. mínútu fékk Furth vítaspyrnu en hún var varin og Braunschweig náði að halda út.

Braunschweig er nú í 14. sæti en aðeins sex stiga munur er á liðinum í 17. og 11. sæti og því skiptir hvert einasta stig máli. Neðstu tvö sætin, 18. og 17. fara beint niður en 16. sæti fer í umspil um að halda sér í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert