Real spænskur meistari

Lamine Yamal fórnar höndum í kvöld.
Lamine Yamal fórnar höndum í kvöld. AFP/Lluis Gene

Real Madrid er Spánarmeistari í fótbolta árið 2024 en það varð endanlega ljóst í kvöld er Barcelona fékk skell á útivelli gegn Girona í 1. deildinni, 3:1. 

Andreas Christensen kom Barcelona yfir strax á 3. mínútu en strax í næstu sókn jafnaði Artem Dovbyk. Robert Lewandowski sá svo um að koma Barcelona í 2:1 með marki úr víti á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Girona var hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og Portu jafnaði á 56. mínútu, áður en Miguel Gutíerrez gerði þriðja mark Girona. Portu var aftur á ferðinni á 74. mínútu og tryggði Girona tveggja marka sigur.

Með sigrinum fór Girona upp fyrir Barcelona og upp í annað sætið. Þar er liðið með 74 stig og öruggt með sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Real er með 87 og öruggt með meistaratitilinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert