Samningur skilar Algalífi góðum hagnaði

Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, boðar frekari sókn. Þar með talið …
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, boðar frekari sókn. Þar með talið í Asíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líftæknifyrirtækið Algalíf er að ríflega þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu astaxanthíni í verksmiðju sinni á Ásbrú. Það hefur verið gert með nýrri verksmiðju sem fyrirtækið er nú að taka í gagnið.

Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, segir nýjan samning tryggja að búið sé að selja hluta aukinnar framleiðslu. Jafnframt muni hin aukna sala skila fyrirtækinu hagnaði.

„Við erum komin með góðan rekstrarhagnað á þessu ári og mjög góðan hagnað á næsta ári.

Ætlunin að framlengja

Ég er bundinn trúnaði um nafnið á fyrirtækinu en get sagt að um er að ræða mjög öflugt fyrirtæki í fæðubótarbransanum. Samningurinn er til þriggja ára með þeim ásetningi að hann verði lengri,“ segir Orri.

Hann segir fyrirtækið jafnframt í samstarfi við nýsköpunaraðila, á borð við Axelyf, um þróun virðisaukandi vöru úr astaxanthíni. Þá sé fyrirtækið að undirbúa markaðssetningu á nýju efni.

Viðræður um aukningu

„Við erum að vinna að því að koma með annað efni á markað sem mun gerast í litlu magni á þessu ári og svo aðeins aukast á næsta ári. Það heitir fucoxanthín. Framleiðslan verður á litlum skala í ár og mun svo vaxa á næstu árum. Við eigum í viðræðum við fyrirtæki um að auka þá framleiðslu verulega,“ segir Orri en ítarlega er rætt við hann í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK