Guðrún nýr framkvæmdastjóri Rue de Net

Guðrún Einarsdóttir.
Guðrún Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rue de Net.

Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin 17 ár gegnt fjölbreyttum stjórnunarstörfum. Hún var meðal lykilstjórnenda hjá Nova í 12 ár og var fyrsti mannauðsstjóri WOW air. Á árunum 2019–2023 starfaði hún sem forstöðumaður markaðsmála og þjónustu hjá Orku náttúrunnar og sat þar í framkvæmdastjórn. Síðastliðið ár hefur Guðrún verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

„Ég er full tilhlökkunar að taka við sem framkvæmdastjóri Rue de Net. Það eru virkilega áhugaverðir tímar framundan, mikil tækifæri í þeirri framþróun sem er að eiga sér stað á sviði viðskiptalausna og Rue de Net er í sóknarhug. Fyrstu dagarnir lofa mjög góðu og ég hlakka til að vinna með stjórn og öflugu starfsfólki Rue de Net og þeim fjölmörgu framúrskarandi fyrirtækjum sem við erum að vinna með,“ er haft eftir Guðrúnu í tilkynningunni,

Rue de Net sérhæfir sig í alhliða viðskiptalausnum í skýinu, lausnum á borð við Business Central og LS Central ásamt því að þróa eigin hugverk. Um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu sem undanfarin ár hefur byggt upp yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í öllu sem tengist innleiðingu, rekstri og þjónustu við Microsoft viðskiptalausnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK