Kryddpíurnar saman á ný

Kryddpíurnar gáfu út hvern slagarann á fætur öðrum.
Kryddpíurnar gáfu út hvern slagarann á fætur öðrum. Samsett mynd

Meðlimir stúlknasveitarinnar Spice Girls, eða Kryddpíurnar eins og þær kallast á íslensku, komu aftur saman í tilefni af 50 ára afmæli Victoriu Beckham, eða Posh Spice. 

Boðið var til glæsilegrar veislu á einum þekktasta einkaklúbbi í Lundúnum, Oswald's, en veislan var stjörnum prýdd. 

Stúlknasveitin, sem stóð á hátindi frægðar sinnar á tíunda áratug 20. aldar, flutti eitt af vinsælustu lögum sínum, Stop, fyrir afmælisgesti og vakti það mikla lukku hjá viðstöddum, en meðal gesta voru Hollywood-stjörnurnar Eva Longoria, Tom Cruise, Salma Hayek og Jason Statham. 

Eiginmaður afmælisbarnsins, knattspyrnumaðurinn David Beckham, birti myndskeið á Instagram-reikningi sínum af stöllunum að flytja lagið, en þær sýndu og sönnuðu að þær höfðu engu gleymt. 

Kryddpíurnar lögðu upp laupana árið 2000 en hafa komið saman endrum og sinnum við ákveðin tilefni.

Orðrómur hefur verið á sveimi þess efnis að stúlknasveitin sé á leið í heljarinnar tónleikaferðalag sem myndi gleðja marga. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg