20 fórust í rútuslysi í Pakistan

Í það minnsta 20 manns fórust þegar rútan fór útaf …
Í það minnsta 20 manns fórust þegar rútan fór útaf veginum. AFP

Í það minnsta 20 manns fórust þegar rúta fór útaf vegi og steyptist ofan í dal í fjalllendi í norðurhluta Pakistans í dag.

Að sögn lögreglu missti ökumaðurinn stjórn á ökutækinu í beygju nálægt borginni Chilas snemma í morgun og steyptist rútan í grýtt gil þar sem áin Indus rennur. Rútan var á leið frá höfuðborginni Islamabad til Gilgit.

21 er slasaður, þar af fimm sem liggja þungt haldnir.

Leiðtogi múslima tilkynnti fréttir af slysinu í hátalara moskunnar og hvatti fólk til að gefa blóð fyrir slasaða.

Alvarleg umferðarslys eru tíð í Pakistan þar sem öryggisráðstafanir eru af skornum skammti, þjálfun ökumanna er ábótavant og samgöngumannvirki oftar en ekki í slæmu ástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert