Mótmælt við stærsta háskóla Mexíkó

Nemendur reistu tjaldbúðir til að sýna samstöðu með Palestínumönnum og …
Nemendur reistu tjaldbúðir til að sýna samstöðu með Palestínumönnum og nemendum í Bandaríkjunum sem einnig hafa verið að mótmæla til stuðnings Palestínu. AFP/Yuri Cortez

Tugir nemenda við stærsta háskóla Mexíkó, UNAM, reistu tjaldbúðir fyrir framan skrifstofu skólans í Mexíkó-borg til stuðnings Palestínu og til að sýna samstöðu með mótmælum bandarískra háskólanema. 

„Lengi lifi frjáls Palestína,“ hrópuðu nemendur er þeir kölluðu eftir því að mexíkósk stjórnvöld myndu slíta samskiptum við stjórnvöld í Ísrael.

Rosas kveðst vona að mótmælin við UNAM hvetji nemendur við …
Rosas kveðst vona að mótmælin við UNAM hvetji nemendur við aðra háskóla að mótmæla. AFP/Yuri Cortez

Styðja Palestínumenn og bandaríska háskólanema

„Við erum hér til að styðja Palestínu, fólkið sem er í Palestínu og tjaldbúðir nemenda í Bandaríkjunum,“ sagði Valentino Pino, nítján ára gamall heimspekinemi við AFP-fréttaveituna.

Jimena Rosas, 21 árs nemi, kvaðst vona að mótmælin yrðu hvatning fyrir aðra háskólanema í Mexíkó að gera slíkt hið sama.

Á undanförnum vikum hafa sífellt fleiri háskólanemar í Bandaríkjunum tekið þátt í samstöðumótmælum með Palestínu. Til átaka hefur komið upp á síðkastið þar sem annars vegar hefur slegið í brýnu á milli mótmælenda og lögreglu, og hins vegar mótmælenda og stuðningsmanna Ísraels. 

Frá samstöðumótmælunum.
Frá samstöðumótmælunum. AFP/Yuri Cortez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert