Eldhúsið er með innréttingu eftir Kjarval

Við Flókagötu í Reykjavík, gegnt Miklatúni, er afar sjarmerandi 135 fm íbúð í húsi sem byggt var 1955. Arkitekt hússins er Halldór H. Jónsson og er allt upprunalegt í íbúðinni. Innréttingin í eldhúsinu var hönnuð af Sveini Kjarval og borðkrókurinn í eldhúsinu er guðdómlegur.

Á gólfunum er fiskibeinaparket og fá eldri húsgögn að njóta sín sem best. Íbúðin er hlýleg og sérstaklega smekklega innréttuð.

Nú er hægt að leigja þessa íbúð á airbnb og leigist hún með húsgögnum, borðbúnaði, sængurfötum, handklæðum og interneti. HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál