Byrjar útileikmaður í marki Breiðabliks í kvöld?

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik mætir FH í þriðju umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. 

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en FH er með þrjú stig eftir jafn marga. Breiðablik gæti verið í vandræðum fyrir leikinn í kvöld en Telma Ívarsdóttir, eini markvörður liðsins, er meidd.

Fotbolti.net greinir frá en þar kemur fram að líklegt sé að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, muni standa á milli stanganna í kvöld. Rakel er fyrrverandi landsliðskona sem spilaði einn leik í marki Breiðabliks á undirbúningstímabilinu en þar hélt hún hreinu í sigri á Selfossi.

Sagan segir að Breiðablik hafi reynt að fá Söndru Sigurðardóttir á neyðarláni frá Val en þeirri beiðni hafi einfaldlega verið neitað.

Leikur Breiðabliks og FH hefst kl. 18 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert