Goðsögnin yfirgefur Dortmund

Marco Reus.
Marco Reus. AFP/Oscar Del Pozo

Marco Reus, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur ákveðið að yfirgefa félagið að tímabilinu loknu. 

Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Reus kom til Dortmund frá Borussia Mönchengladbach árið 2012 og hefur því verið hjá félaginu í 12 ár. Á þessum 12 árum lék hann 291 deildarleik fyrir Dortmund og skoraði í þeim 118 mörk. Mikil meiðsli settu strik í reikninginn á ferli Reus en enginn vafi er á því að hann yfirgefur Dortmund sem einn besti leikmaður félagsins frá upphafi.

Dortmund er í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar, fimm stigum á eftir Leipzig sem er í fjórða sætinu. Dortmund hefur þó tryggt sér sæti í Meistaradeildinni að ári en Frankfurt, sem er í sjötta sæti, getur ekki náð liðinu og ljóst er að fimmta sæti deildarinnar mun veita þátttökurétt í Meistaradeildinni að ári.

Þess að auki er Dortmund komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en liðið vann fyrri leikinn gegn PSG í Þýskalandi, 1:0. Það er því fínn möguleiki fyrir þýska liðið að komast í úrslitaleikinn.

Reus er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Dortmund.
Reus er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Dortmund. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert